Tölvuskráð sóknarmannatal prestakalla Dýrafjarðar, Dýrafjarðarþinga (Mýrar, Núpur, Sæból) 1880-1948 og Sandaprestakalls (Hraun, Sandar) 1879-1948.
Grunnskráin er í heftunum Dýrfirðingar I-II eftir nöfnum, fæðingardögum, stöðu og heimili. Sóknum er síðan skipt á hefti 1-9 þar sem farið er nær frumheimildum og heimilum og heimilisfólki raðað með tvennu móti.
Inn á milli er á stöku stað innskot af ýmsu tagi. Þessi innskot eru til endurskoðunar, aukninga og leiðréttinga í þessari tölvuskrá eftir því sem tilefni gefst til. Ábendingar um slíkt eru vel þegnar á póstfangið sem er að finna neðst á síðunni.
Vefsíða þessi er handrit sem á að koma á framfæri leiðréttingum við bókina Núpsskóli í Dýrafirði 1907-1992.
Annað efni síðunnar er samtíningur sem varð til meðfram samningu bókarinnar. Það er í ýmsu lítt eða ekki unnið og verður í þeim efnum að leita frumheimilda ef öruggrar vissu er þörf. Sjá að öðru leyti formála heftanna.